Haraldur Páll Bergþórsson - Skapandi Tækni
Haraldur Páll mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 27.maí næstkomandi með mynd sína "How to make millions”
Hvatvís ungur sölumaður í leit að sínu stóra viðskiptatækifæri, reynir að sannfæra föður sinn um að gerast fjárfestir en undir liggur önnur myrkari ástæða
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Ég man þegar ég var sex ára þá fékk ég spólu af “Spy Kids 3D” frá leigunni. Ég sat fyrir framan sjónvarpið og var dáleiddur af þrívíddinni, nuddaði höndunum yfir skjáinn furðulostinn.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Ég elska að segja sögur og ég tel að kvikmyndagerð sé besta leiðin fyrir mig að segja mínar sögur og sögur annarra. Að vinna með ótrúlegu fólki að skapandi verkefnum er stórkostleg upplifun.
-Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?
Ég hef betri tök á tæknilegu hliðinni á kvikmyndagerð, frekar en listrænu hliðinni.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Já, það kom á óvart að kynnast svo mörgu fólki sem hefur jafn mikla eða meiri ástríðu gagnvart kvikmyndagerð og ég hef.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Björt, ég held að ég muni halda áfram í þessu.