Hörður Bersi Böðvarsson - Leiklist
Hörður Bersi mun útskrifast frá Leiklist með mynd sína "Þeir fiska sem róa"
Þeir fiska sem róa
Myndin fjallar um mann sem er hrifinn af meðleigjanda sínum og þorir ekki að bjóða henni út á deit. Hann er á síðasta séns þar sem hún er að flytja út.
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?
Fyrsta kvikmynda upplifun mín var þegar ég fór á Star Wars í bíó með fjölskyldunni. Mamma hélt fyrir augun á mér þegar Anakin var að brenna og ég sagði að ég væri búinn að sjá þetta, því þetta var í annað skipti sem við bræðurnir fórum á hana í bíó. Hef verið Star Wars aðdáandi síðan þá.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er ferlið og samvinnan. Frá því að myndin byrjar sem hugmynd á blaði svo alveg til loka frágangs og allt þar á milli.
Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Ég valdi leiklist því ég hef alltaf haft gaman á því að skemmta fólki og vera einhver önnur persóna en ég sjálfur.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það sem kom mér mest á óvart í náminu er hvað maður skilar góðri vinnu þegar maður fer út fyrir þægindarammann.