Útskrift Vetur 2022 - Ingimar Oddsson, Handrit og Leikstjórn
Ingimar Oddsson útskrifast frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína “Endir”
Á afviknum veitingastað við veginn leitar hópur fólks skjóls í aftaka veðri. Einn gestanna virðist vita of mikið um fortíð hinna og hleypir öllu í uppnám sem endar með morði...
Það sem þau vita ekki er að þeim hefur öllum verið stefnt á þennan stað af æðri máttarvöldum til að hljóta sinn síðasta dóm.
Allt þetta fólk er blindað af sjálfsréttlætingu. Þau eru siðblind og hafa enga samúð með öðrum. Það eina sem þau þurfa til að bjarga sér er að iðrast, sjá eftir gjörðum sínum og hafa samkennd.
En ekkert þeirra hefur neina eftirsjá...
Engillinn sem kemur þeim til bjargar er myrtur og þar með hafna þau allri von um aflausn synda sinna.
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta kvikmynda reynsla í kvikmyndahúsi hefur verið þegar ég hljóp út þegar stafirnir komu í byrjun. Ég var svo hræddur við hávaðann. Barnapían missti af þeirri mynd.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það heillar mig mest í kvikmyndum hvernig fólk fangar fegurðina inn í ramma. Samspil tónlistar og myndlistar ásamt leik. Að finna allar tegundir lista á einum stað.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Handrit og Leikstjórn varð fyrir valinu vegna þess að þar fannst mér skorta á þekkingu og ég vildi vita meira. Nú hef ég líka fengið áhugann fyrir Skapandi Tækni og ætla mér í einhverja áfanga í Skapandi Tækni eftir áramót.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Námið er mjög í þeim anda sem ég átti von á. Ég hef líka haft tíma til sjálfsnáms og það hefur reynst mér vel.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Ég stefni á að gera ljóðrænar heimildarkvikmyndir. Fanga eitthvað sem gefur áhorfendanum nýja sýn