Útskrift Vetur 2022 - Illugi Þór Magnússon, Leiklist

Illugi Þór Magnússon útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Þrjár nætur”

Sveitadrengur verður fyrir því óláni að missa föður sinn, en veit ekki hvað skal gera, því hann kemst ekki frá sveitabænum. Næstu þrjár nætur koma honum sannarlega að óvörum.

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir? 

Fyrsta kvikmyndin sem ég man eftir er að hafa horft á “Trainspotting”

 

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð? 

Fegurðin

 

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu? 

Ég valdi Leiklist því mér finnst alltaf gaman að stíga út fyrir þægindarammann minn