Jón Axel Matthíasson - Leikstjórn og Framleiðsla

Jón Axel mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Framleiðsluteymið”

Framleiðsluteymið fjallar um Skúla sem fer með handrit sitt í partý til að hitta þekktan framleiðanda, hann Frikka, en hann Skúli ruglast á manneskjum og hittir Ara. Ari notfærir sér sakleysi hans Skúla og þykist vera þessi framleiðandi í von um að græða nógan pening frá myndinni til að borga sínar skuldir. Þetta leiðir Ara og Skúla í óvænta atburði þar sem þeir þurfa að finna leið út úr vandamálum sínum

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Mín fyrsta kvikmynda upplifun sem ég man er af pabba mínum að skella “Star Wars” í VHS tækið og eftir það vissi ég akkúrat hvað ég vildi verða þegar ég væri orðinn stór.

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Allt við kvikmyndagerð heillar mig. Starfið er svo fjölbreytt að enginn dagur er eins.

-Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?

Framleiðsla hafði alltaf heillað mig, Mig langaði að læra meira um hvað það er að vera framleiðandi og hvernig framleiðsla virkar í kvikmyndagerð.

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Framtíðinn lítur vonandi björt út. Ég hlakka til að koma mér inn í bransann og byrja að vinna.