Jónína Margrét Bergmann - Leiklist
Jónína mun útskrifast frá Leiklist með mynd sína "Skref fyrir skref"
Skref fyrir skref
Sagan er byggð á sönnum atburðum sem gerðust þann 11. febrúar 2015.
Móðir sem glímir við lífstíðarsjúkdóm þráir ekkert heitar en að geta gert allt eins eðlilega og hún getur áður en hún veiktist. Dag einn fer hún og nær í dóttur sína á leikskólann en þann dag gerist atvik sem mun seint gleymast!
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta kvikmyndaupplifunin mín var myndin “The Parent Trap” frá Disney, um tvíburasysturnar Annie og Hallie sem voru aðskildar nýfæddar og ólust upp hjá sitthvoru foreldri sínu, en fundu svo hvor aðra í sumarbúðum…. Vá, ég elskaði þessa mynd!
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Fjölbreytileikinn heillar. Allir möguleikarnir og allir heimarnir sem hægt er að hanna og móta, ásamt öllum karakterunum sem hægt er að bæta inn í sögurnar. Endalaus heimur ævintýra.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Það hefur lengi verið draumur að fara í leiklistarnám, þannig að það var eina deildin sem kom til greina.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Kannski helst þessi endalausi fjölbreytileiki af tækjum og tólum sem maður lærir að beita andlega og líkamlega í gegnum námið, mismunandi áherslur sem hægt er að tileinka sér í leik og tjáningu og út úr skólanum labbar maður með fallega tösku með útvöldum lyklum sem maður finnur að hafa verið að styrkja mann og efla á allan máta. Þá lykla getur maður svo haldið áfram að rækta og næra í framtíðinni.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er björt!