Kunjika Yadav - Skapandi Tækni

Kunjika mun útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína “Sambandh/Samband”

Sambandh/Samband

Sambandh er orð bæði á hindí og sanskrít fyrir tengingu/skyldleika/tengsl/samband. Alveg eins og á íslensku bara með H. Myndin fjallar um stelpu sem var yfirgefin af móður sinni þegar hún var barn og ferðalagið sem hún tekst á við að komast yfir það þegar móðir hennar fellur frá. Þess má geta að orðið sambandh er orð frá hindi og sanskrít, sem þýðir í raun það sama og íslenska orðið samband.


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Titanic árið 1999. Ég hef verið um þriggja ára þá. Fór heim þunglynd og fannst ég fátæk. Eftir það hélt ég mig bara við Bollywood hasarmyndir sem ég gat tengt beint við næstu 10 árin.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Að það þurfi heilt samfélag til að skapa kvikmynd.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég hef alltaf notið þess að vinna með myndavélar og tölvur. Eitthvað skapandi sem ég treysti mér til að gera. 


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Hvað kennararnir eru opnir og aðgengilegir og að skólinn leggur meiri áherslu á hagnýta reynslu en bóklega. Sem hentar mér vel því síðast skrifaði ég ritgerð fyrir 6 árum síðan.


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég ætla mér að hefja störf í greininni og vona að allt gangi upp.