Kvikmyndaskóli Íslands í 44. sæti í keppni 180 bestu kvikmyndaháskóla heims

Það ríkir alltaf mikill spenningur í Kvikmyndaskólanum þegar niðurstöður úr árlegri samkeppni kvikmyndaskóla innan Cilect, alþjóðasamtökum kvikmyndaháskóla, eru kynnt

Þetta árið keppti Kvikmyndaskólinn í tveimur flokkum í gegnum Cilect, leiknum stuttmyndum og heimildarmyndum, með einstaklega góðum árángri

"Leið 7" - Leiknar stuttmyndir

Í flokknum leiknar stuttmyndir varð útskriftarmynd Óskars Þorra Hörpusonar, "Leið 7", fyrir valinu, en Óskar Þorri útskrifaðist vorið 2023 frá Handritum og Leikstjórn.

"Þeldökkur maður mætir fordómum í strætó en dagur hans tekur jákvæða stefnu þegar grunnskólastúlka gefur sig á tal við hann."

Hér má niðurstöðuna í keppninni og hvaða skólar greiddu "Leið 7" atkvæði ;
43-44 sæti

American Film Institute (AFI - Bandaríkin) - 3 stig

Swinburne School of Film and Television (SSFT - Ástralía/Malasía) - 2 stig

Ibero American University (IBERO - Mexíkó) - 2 stig

Institute of Art, Design and Technology (IADT - Írland) - 1 stig

Maale School of Film, Television and the Arts (MAALE - Ísrael) - 1 stig

"Nýtt líf" - Heimildarmyndir


Í heimildarmyndaflokknum var send myndin “Nýtt líf” eftir Andra Frey Gilbertsson sem fjallar um þrautir og sigra krabbameinssjúklings. Myndin var unnin á heimildarmyndanámskeiði á 2. Misseri, en Andri Freyr útskrifaðist frá Handritum og Leikstjórn síðastliðið vor.  

Hér má sjá niðurstöðuna úr keppninni og hvaða skólar greiddu "Nýtt líf" atkvæði ;

47-50 sæti

Turku University of Applied Sciences (TUAS - Finland) - 4 stig

Beijing Film Academy (BFA - Kína) - 2 stig

Western Australian Screen Academy (WASA - Ástralía) - 2 stig

Þess má geta að Kvikmyndaskólinn hefur tekið þátt í þessari keppni frá árinu 2013 og besti árangur skólans hefur verið 14. sætið árið 2017. Meðaltalið 49. sætið en skólinn hefur þrívegis verið í topp 20.


Keppni þessi er mikilvæg fyrir Kvikmyndaskólann í sinni gæðavinnu, til að fá samanburð við bestu kvikmynda skólana. Þess má geta að alltaf er horft sérstaklega til gamla nýlenduherrans í Danmörku, hvort við náum að vera yfir hinum frábæra Danske Filmskole, og það tókst þetta árið en þau voru í næsta flokki fyrir aftan.