Kvikmyndaskóli Íslands gerir 5 ára þjónustusamning við íslenska ríkið
Nú um áramótin gekk í gildi 5 ára þjónustusamningur Kvikmyndaskólans við menntamála og fjármálaráðuneytið, um starfrækslu náms í kvikmyndagerð. Samningurinn gildir til ársins 2025. Nemendafjöldi skal vera að lágmarki 100 í fullu námi á ári. Um áramót gekk einnig í gildi ný viðurkenning frá Menntamálastofnun á 4 deildum skólans sem gildir til 3 ára.