Kvikmyndaskólinn uppfærir tölvubúnað og innra kerfi fyrir nemendur
Uppfærslan mun stórbæta aðgang á öllum sviðum og verður að fullu kláruð fyrir næstu önn
Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert alrekstrarsamning við Endor. Í því felst allt sem viðkemur rekstri á net og tölvukerfum, skýjalausn sem tryggir öll gögnin okkar og 48 nýjar Mac mini M1 tölvur fyrir nemendur. Innleiðing á skýjalausninni hófst í síðustu viku og reiknað er með að allt verði uppsett og tilbúið um miðjan ágúst. Þessi samningur á eftir að gjörbreyta aðstöðu nemenda varðandi tölvubúnað og netöryggi. Nýji M1 örgjörvinn frá apple mun auka vinnsluhraða hjá okkur minnst um 8-falt. Þá má einnig geta þess að þetta er fyrsta skrefið til að nemendur geti unnið allt sitt efni í skýinu, á sínu sér útbúna svæði.