Kvikmyndaskólinn á RIFF

Reykjavík International Film Festival, eða RIFF, hófst fimmtudaginn 26.október og meðal þátttakenda eru margir bæði núverandi og fyrrverandi nemar, ásamt námsstjóra okkar

Erlendur Sveinsson, útskrifaður frá Leikstjórn og Framleiðslu átti opnunar stuttmyndina "Birnir og Bríet'' sem gerð var í tengslum við nýja plötu Bríetar, "1000 orð" og fellur undir tónlistarmyndir.

Í flokknum "Ísland í sjónarrönd" er myndin "Eftirleikir" eftir Ólaf Árheim, en hann er útskrifaður frá Handritum og Leikstjórn, og í aðalhlutverkum eru Andri Freyr Sigurpálsson og Vivian Ólafsdóttir, bæði útskrifuð frá Leiklist.

Í stuttmyndasamkeppninni tekur þátt Katla Sólnes, útskrifuð frá Leikstjórn og Framleiðslu, með mynd sína "Veður ræður akri, en vit syni".

Í nemendasamkeppni taka þátt Magdalena Ólafsdóttir með mynd sína "Skýjaborgin" og Michelle Pröstler með "Eftir rigninguna", en þær eru báðar í námi á deild Handrita og Leikstjórnar.

Í keppninni um Gullna Eggið tekur þátt Grétar Jónsson frá Leikstjórn og Framleiðslu með mynd sína "Blóm".

Bergur Árnason frá Handritum og Leikstjórn hefur tekið að sér að vera dómari í flokknum Íslenskar stuttmyndir.

Vala Ómarsdóttir frá Handritum og Leikstjórn er með RIFF Talks um vinnuaðferðir sínar og kynnir sína fyrstu mynd í fullri lengd í Work in Progress.

Aðrir útskrifaðir sem taka þátt í RIFF Talks eru Arnar Benjamín Kristjánsson frá Leikstjórn og Framleiðslu, Anní Ólafsdóttir frá Handritum og Leikstjórn og Jón Már Gunnarsson frá Skapandi Tækni.

Svo viljum við endilega vekja athygli á að Hrafnkell Stefánsson, námsstjóri hjá Kvikmyndaskólanum, er bæði dómari og með fyrirlestur á Talent Lab, þar sem hann tekur fyrir notkun gervigreindar í handritavinnu.

Hér má skoða dagskrá RIFF og við vonum að þið njótið vel !