Kvikmyndaskólinn fagnar 30 árum
Kvikmyndaskóli Íslands hélt upp á 30 ára afmæli sitt í haust og tók á móti merkilegum gestum
Þann 18.nóvember síðastliðinn mætti fólk úr kvikmyndabransanum, núverandi og fyrrverandi nemendur skólans, niður á Suðurlandsbraut 18 til að fagna þessum tímamótum. Forseti Íslands heiðraði skólann með nærveru sinni og hélt hvatningarræðu á þessum viðburði auk þess að skera fyrstu sneið afmæliskökunnar
Þá fylgdi rektor Kvikmyndaskólans forseta Íslands um húsakynnin. Forsetinn, ásamt fylgdarliði, horfði á leiklistaræfingu auk þess að heimsækja til dæmis nemendur í tökum í einu stúdíóanna og nemendur í handritadeildinni að störfum undir leiðsögn kennara. Eftir að hafa skoðað sali og kennslustofur Kvikmyndaskóla Íslands fór forseti Íslands inn í bíósalinn og horfði á nokkrar myndir og auglýsingar skólans