Margrét Arna Ágústsdóttir - Leiklist
Margrét Arna mun útskrifast frá Leiklist þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Í hinsta sinn”
Myndin fjallar um konu sem er að syrgja látinn unnusta sinn, hún einangrar sig og fer að sjá hann allstaðar, hvernig er rétt að syrgja?
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Það var ábyggilega að horfa á “Lion King” á spólu heima hjá ömmu og afa.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það er hversu mikið af fólki kemur að einni mynd, allt batteríið sem lætur þetta ganga upp.
-Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Ég valdi leiklistina því hún hefur lengi verið mín ástríða og það er gjöf að fá að fara í skóla þar sem maður er spenntur að mæta og langar að vera lengur í lok dags.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér verulega á óvart hvað maður getur varið miklum tíma í að klippa eina mynd, sama hversu stutt eða löng hún er.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er björt