Michelle Pröstler - Handrit og Leikstjórn
Michelle mun útskrifast frá Handritum og Leikstjórn þann 8.febrúar næstkomandi með mynd sína "And then the world stopped"

“And then the world stopped”
Í kjölfar hrikalegs atviks með ógnvænlegar afleiðingar, glímir unglingsstúlka við þunga þagnarinnar og baráttuna við að endurheimta rödd sína, þar sem veröld hennar jaðrar við hruni í kringum hana.

Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?
Ég get eiginlega ekki bent á ákveðna mynd sem hefði verið sú „fyrsta“. En sem barn níunda áratugarins man ég bara að ég hef alltaf misst mig yfir kvikmyndum og sjónvarpsþáttum – bara í sögum. Ein af þeim fyrstu sem höfðu áhrif á mig var „Mary Poppins“ og svo alls kyns kvikmyndir og teiknimyndir með (talandi) dýrum. Fyrsta myndin sem ég sá í kvikmyndahúsi var „Hringadróttinssaga – The Two Towers“, sem var mögnuð upplifun eftir að hafa horft á „The Fellowship of the Ring“ eingöngu á (gamaldags) sjónvarpsskjánum.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Svo margt ! Hvernig skrifuð orð geta orðið að veruleika á skjánum. Hvernig hægt er að búa til raunverulega kvikmynd úr svo mörgum mismunandi hráum atriðum sem eru tekin á tökustað. Allur heimurinn á bak við tjöldin, hver biti í pússlinu fellur á sinn stað.
Og hvernig hópur af ótrúlegu fólki eyðir tíma sínum í að búa til kvikmynd, velur alltaf bestu útkomuna fyrir myndina, ekki í eigin þágu. Öll hvetjandi viðhorf annarra kvikmyndagerðarmanna. Ég elska litlu fjölskylduna sem náttúrulega myndast á kvikmyndasetti og það er alltaf ljúfsárt þegar upptökum lýkur.
Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Ég hef alltaf verið sögumaður og rithöfundur, með nokkrar útgefnar skáldsögur á síðustu árum áður en ég byrjaði í skólanum. Ég vissi að ég er nú þegar rithöfundur og hafði fundið ást mína á að skrifa handrit árinu áður en ég sótti um í skólanum. Þá þurfti ég bara að komast að því hvort ég væri líka leikstjóri – en ég myndi segja að ég hafi ekki bara sýnt sjálfri mér að ég get verið leikstjóri, ég er 100% kvikmyndagerðarmaður sem elskar að tækla alls kyns störf í átt að gera kvikmynd að raunveruleika.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Örugglega hversu marga parta og fólk þarf að vera tilbúið til að gera kvikmynd og að við gátum lært svo margt á svo stuttum tíma. Eftir að hafa starfað á öðru sviði í nokkur ár og síðan farið aftur í skóla á þrítugsaldri, hefur það komið mér á óvart hversu eðlilegt mér fannst að gera kvikmyndir – og hversu mikið mér fannst ég hafa fundið minn stað og „hlutverk“ - mitt hlutverk - það sem ég hef verið að leita að í lífinu.
Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Trúlega fullt af sögum – hvort sem það eru kvikmyndir, seríur, bækur. Mig langar að búa til sögur, eða vera hluti af sögum, sem þýða eitthvað, sem snerta fólk og sýna því að það er ekki eitt. Og gefa von. Ég vil alltaf gefa von með mínum sögum.
Í kvikmyndagreininni mun ég gefa mitt allra, allra besta, hjarta mitt og sál og vinnusiðferði, og reyna að vinna mig upp þetta háa og bratta fjall af möguleikum, að stóru draumunum sem ég get vonandi einn daginn látið rætast.
Í bili mun ég leikstýra næstu stuttmynd minni í vor með ótrúlegu teymi fólks sem er að koma saman frá mismunandi heimshornum til að gera fallega sögu lifandi hér á Íslandi.