Nikulás Árni Velegrinos - Leikstjórn og Framleiðsla

Nikulás Árni mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu með mynd sína "Tribulation"

Tribulation

Í myndinni er fylgst með Simon, fátækum eiturlyfjasala sem reynir að komast af þar til eina örlagaríka nótt er eiturlyfjum hans stolið ásamt verðmætustu eign hans... mótorhjólinu. Simon er staðráðinn í að ná því aftur og gerir allt sem í hans valdi stendur til þess.


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Ég man eftir að hafa séð fyrstu “Spider Man” myndina þegar ég var um fjögurra ára með pabba mínum. Eftir myndina reyndi ég að klifra eftir veggjunum, en því miður komst ég þá að því að flestar kvikmyndir væru ekki raunveruleiki. 

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það er samhugurinn við sköpunina á settinu, og að allir séu að hjálpa hvor öðrum til að skapa kvikmynd. Það víst eins og þeir segja; “Enginn maður er eyland” eða eitthvað slíkt.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég hef alltaf notið þess að búa til stuttmyndir og hef sífellt verið að gera tilraunir með tæknibrellur og hugmyndir. Ég valdi mína deild til að fá víðari sýn og bæta leikstjórnarhæfileika mína og samskipti við leikara.

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Hvað 2 ár eru fljót að líða.


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég hef ekki hugmynd, en læt þig vita í framtíðinni.