Ósk Óskarsdóttir - Leiklist 

Ósk mun útskrifast frá Leiklist með þátt sinn "Ósk skoðar Óskoðað - Ex’s and Ósk"

Ósk skoðar Óskoðað - Ex’s and Ósk

Sjónvarpsþáttur þar sem fyrrum sambönd eru skoðuð til að sjá hvað við getum lært af ástinni.


Hver er fyrsta kvikmynda upplifun sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmynda upplifun mín var þegar ég horfði á “Barbie and the magic of Pegasus”. Ég var heltekin. 

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Áhrifin sem kvikmyndir geta haft á fólk.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég hef alltaf haft gaman af því að leika og það var það sem að mig langaði að gera í framtíðinni. 

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Mér kom á óvart hversu mikið ég náði að læra um allt tengt kvikmyndagerð, ekki bara tengt leiklist heldur líka til dæmis að klippa myndir. 


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Hún er bara björt.