Óskar Hörpuson - Handrit og Leikstjórn
Óskar mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Leið 7”
Myndinn fjallar um ungan dökkan mann sem fer um borð á strætó tilbúinn til að mæta hversdagslegum rasisma, En þegar ung stúlka byrjar að spyrja hann út í afhverju það er komið öðruvísi fram við hann einungis vegna litarhafts, byrjar hann að sjá hluti í betra ljósi.
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta skiptið sem ég sá bíómynd í kvikmyndahúsi var Nemó og minningin af hákarlinum að snúa við og hrekkja alla í salnum var rosaleg.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Hversu ótrúlegt það er að geta sagt svona áhrifamiklar sögur í svona stuttu formi.
-Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Ég hef áhuga á að skrifa sögur og koma ákveðnum boðskap til áhorfanda.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Hversu mikið það er af fólki með líkt hugarfar.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Mikið meira spennandi en áður fyrr.