Sara Líf Sigurjónsdóttir - Leiklist 

Stjarna

Myndin fjallar um stelpu sem æfir samkvæmisdans og hefur mikla ástríðu fyrir því að komast á Íslandsmeistaramótið og vinna það. Hún kynnist nýjum heimi og nýjum aðferðum til þess að fá meira sjálfstraust og orku á æfingum fyrir stóra mótið. 


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmyndaupplifun mín sem ég man mest eftir var “Algjör Sveppi” myndirnar, sem eru auðvitað bara bestu myndir í heimi.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Ég var ekki mikið að pæla í kvikmyndagerð en ég hafði svo mikinn áhuga að vera karakter í mynd og fá að gera allskonar kúl hluti eins og að berjast með vopnum og nota galdra og allskonar svona ofurhetju dæmi.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Vegna þess að ég elska að koma fram og vera allskonar mismunandi manneskjur og ég hef alltaf verið algjör orkubolti og mikið á hreyfingu, svo að mér fannst bara tilvalið að skjóta mér í leikarann.



Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Hmmm, hef ekkert í huga.


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Framtíðin er björt, ég fékk vinnu hjá Myndform sem eitt af aðalhlutverkum við að talsetja barnaþætti og vona að halda því áfram í framtíðinni. Ég vonast líka að fá að vinna sem leikari í erlendum hlutverkum og fá að ferðast mikið.