Útskriftarmyndir Handrita og Leikstjórnar verða sýndar í kvöld
Sýndar verða útskriftarmyndir nemenda Handrita og Leikstjórnar í kvöld kl.18:00 í Laugarásbíó og eru allir velkomnir að koma og njóta með okkur
“Sjúkur” - Bergþór Kristinn Jónsson
Myndin fjallar um feiminn ungan mann sem er að leita sér hjálpar vegna félagskvíða. Líf hans breytist skyndilega þegar hann lendir óvænt í því að bjarga mannslífi. Hann heldur áfram að koma öðrum til hjálpar, sem endar alls ekki eins og hann var að búast við
"Afturför" - Daníel Guðni Andrason
Myndin fjallar um Ísak, ungan og óþekktan rithöfund, sem heimsækir föður sinn, frægan rithöfund, til að færa honum afrit af nýrri skáldsögu sinni. En samveran og samtöl þeirra færa Ísak fjær ætlun sinni, og ýfa þess í stað upp gömul sár og óuppgerð vandamál
“Feelblock” - Halldór Frank Hafsteinsson
Gríma er ung kona sem lifir í heimi þar sem allir eru með á sér áfast tæki sem kallast Feelblock sem veitir þeim stanslausa hamingju svo að hingað til hefur hún aldrei átt slæman dag. Einn daginn lendir Gríma í því að tapa sínu Feelblock tæki og kemst að því að nýtt tæki er ekki fáanlegt í verslunum næstu þrjár vikurnar. Nú þarf hún að læra að fást við nýjar áður óþekktar tilfinningar í kjölfar missi ömmu sinnar
“Fólk sem brennur” - Katla Gunnlaugsdóttir
Myndin fjallar um tvær ungar konur sem berjast við kerfið eftir að hafa ekki unnið í lottói sem bjargar fólki til Mars áður en loftsteinn skellur á Jörðinni
“Areníusaga Þáttur III, heiglar og hetjur” - Páll Stefán Magnússon og Rebekka Rut Svansdóttir
Liðhlaupi samaríska hersins er handsamaður af kaldlyndri konu sem ferðast með hann þvert yfir Areníu til þess að greiða úr sínum eigin vanhögum
"Offur" - Sindri Guðlaugsson
Faðir kemst að því að barátta sonar hans við fíkniefni sé ekki lokið, þrátt fyrir þrábeiðni hans, og skilja leiðir þeirra þar. Brátt munu leiðir þeirra hins vegar liggja aftur saman, en er það þá við afar óvenjulegar aðstæðu
“Tapað/Fundið” - Valberg Halldórsson
Guðmundur er ástkær bóndi og faðir, en þegar hann drepur son sinn fyrir slysni þarf hann að ganga í gegnum sorgar skeið til að komast í sátt við slysið og fyrirgefa sér
“Kafteinninn” - Bjarki Steinn Pétursson
HÉR er hægt að melda sig á viðburðinn