Þorgeir Sigurðsson - Leikstjórn og Framleiðsla

Þorgeir útskrifast frá Leikstjón og Framleiðslu með mynd sína "Brótrip"

Brótrip

Tveir vinir fara í ferðalag þegar annar þeirra lendir í ástarsorg. 


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmyndaupplifun mín er sennilega þegar ég var 5 ára upp í bústað hjá afa mínum og ég horfði á “Shrek” á VHS með systkinum mínum, þetta var í skelfilegum gæðum og á svona eldgömlu loftnets túbusjónvarpi, en ég held ég horft á hana þrisvar sinnum í bústaðarferðinni eða eitthvað.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Hef alltaf haft gaman af listsköpun og leik og kvikmyndagerð er mjög náttúruleg leið fyrir mig að stefna að.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég valdi upprunalega Handrit og Leikstjórn, en skipti yfir þegar ég skoðaði hversu fjölbreytt framleiðslan væri.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér óvart hversu virkir kennarar eru í skólanum og það er svo ótrúlega mikið samspil milli nemanda og kennara um að gera verkin eins góð og hægt er, þetta er samvinna og maður finnur að flestir vilja vera hluti af því að gera góða mynd.



Hvernig lítur svo framtíðin út?

Vonandi er framtíðin bara góð.