Útskrift Vor 2022 - Jónatan Leó Þráinsson, Skapandi Tækni
Jónatan Leó mun útskrifast þann 4.júní næstkomandi frá Skapandi Tækni með mynd sína "Hjartastrengir"
Tónlistarkona missir heyrnina og enduruppgötvar ástríðu sína fyrir tónlist þegar hún byrjar að upplifa hljóð sem liti og ljósadýrð
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Þegar ég var svona 4-5 ára að horfa á allar Star Wars myndirnar í einni setu, oftar en einu sinni í senn
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er hvað þetta er æðisleg leið til að segja sögur. Möguleikarnir eru nánast endalausir, ein saga getur verið sögð á milljón vegu
Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?
Ég hef alltaf laðast mikið af tækni. Var mikið í því að taka upp og klippa litlar stuttmyndir með vinum mínum þegar ég var yngri. Það var í raun og veru aldrei spurning fyrir mig að ég myndi velja Tækni
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það sem kom mér mest að óvart er félagslífið. Það eru allir í raun og veru eins og mjög stór fjölskylda og maður eignast mjög góða vini hérna
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er mjög óljós. Ég held mig líklegast bara á Íslandi og þefa upp verkefni til að halda mér uppteknum