Útskrift Haust 2024

Í dag útskrifuðust 9 nemar frá Kvikmyndaskóla Íslands við hátíðlega athöfn

Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, hélt ræðu þar sem hún undirstrikaði hversu hæfileikaríkt og þrautseigt fólk væri að bætast í hóp kvikmyndagerðarmanna þennan vetrardaginn og veitt voru verðlaun fyrir bestu mynd í hverri deild. Í Skapandi Tækni hlaut Aron Elvar Ögmundsson Stephensen verðlaun fyrir mynd sína "Jón spæjó", í Leiklist var það mynd Ásthildar Ómarsdóttur, "Ótrúlegt en satt", sem var verðlaunuð, og í deildum Leikstjórnar og Framleiðslu og Handrita og Leikstjórnar var það mynd Naila Zahin Ana, "Aflausn", sem var verðlaunuð, en hún fékk einnig Bjarkann, verðlaun sem veitt eru fyrir bestu mynd útskriftar hópsins.

Naila Zahin Ana - Leikstjórn og Framleiðsla

"Aflausn"

Yousuf, sem er trúaður innflytjandi á Íslandi, verður náinn samstarfsmanni sínum Lucas. Þegar Lucas játar honum ást sína verður Yousuf að samræma trúarskoðanir sínar og samkynhneigð.


Haggai Birnir Moshesson - Leikstjórn og Framleiðsla

"Síðasta sumar"

Sigrún flytur út á land í sumarvinnu við heimahjúkrun. Þar kynnist hún Sævari og myndar tengsl við hann yfir sumarið.


Tómas Pétursson - Leikstjórn og Framleiðsla

"Lucerna"

Myndin fjallar um ungan mann sem hittir unga konu og verður fljótt ástfanginn. Árum seinna þegar þau eru gift og eiga barn fær hann skyndilega þráhyggju fyrir lampa.


Aðalgeir Aðalgeirsson - Skapandi Tækni

"Aðeins nær"

Pía býr ein og lifir sínu besta lífi, en hún veit ekki af gestinum sem er í felum.

Aron Elvar Ögmundsson Stephensen - Skapandi Tækni

"Jón Spæjó"

Jón Spæjó tekur á stærsta verkefni sínu hingað til.


Rosalie Rut Sigrúnardóttir - Handrit og Leikstjórn

"Falskt Frelsi"

Í martraðarkenndu hjónabandi leitar Hallgerður að leið út úr “ósýnilegu” fangelsi á meðan hún

stendur frammi fyrir fölsku loforði um frelsi.

Í raun og veru er myndin um konu sem er föst, reynir að flýja, en getur það ekki.


Ásthildur Ómarsdóttir - Leiklist

"Ótrúlegt en satt"

Myndin fjallar um unga konu í blóma lífsins sem vaknar ringluð í hlekkjum samfélagsins.


Hörður Bersi Böðvarsson - Leiklist 

"Þeir fiska sem róa"

Myndin fjallar um mann sem er hrifinn af meðleigjanda sínum og þorir ekki að bjóða henni út á deit. Hann er á síðasta séns þar sem hún er að flytja út.


Birta Teresa - Leiklist

"Sjöunda skiptið" 

Lilja, ung einstæð móðir, leggur allt í sölurnar til að tryggja dóttur sinni, Ylfu, betra líf og leitar skjóls hjá föður sínum. Hins vegar veldur stöðugt áreiti frá barnsföður hennar því að hún á erfitt með að halda fókus og sjá hlutina skýrt, þar til hún stendur frammi fyrir örlagaríkri ákvörðun.