Útskrift 16.desember, 2023 - Verðlaun
Útskrift haust misseris 2023 var haldin hátíðleg í dag og kvaddi okkur fríður flokkur kvikmyndagerðarfólks sem við munum fylgjast spennt með í framtíðinni
Umsögn dómnefndar
"Eftir að hafa horft á allar myndir sem dómnefnd bárust og lagst undir feld komst dómnefndin að sameiginlegri niðurstöðu. Það er ávallt gaman að sjá hvað grasrótin er að gera og sannarlega eru sprotar þarna sem hafa alla burði til að verða að gildum stofnum í kvikmyndaskóginum. Sigurvegarar flokkana voru valdir fyrst og síðan sú mynd sem skilar bestum heildarsvip á öllum sviðum. Dómnefnd valdi að þessu sinni að vera einnig með sérstaka tilnefningu/special mention á fjórðu myndina sem átti hana sannarlega skilið. Við óskum ykkur öllum velgengni á næstu skrefum þessa ævintýris sem þið skrifið sjálf - ykkar frama í kvikmyndagerð."
BJARKINN, FYRIR BESTU MYND ÁRGANGSINS
Elísa Gyrðisdóttir, Leiklist - "Undiralda"
"Mynd sem skilar sögunni vel og vinnur vel úr erfiðu viðfangsefni. Samhljómur leikaranna skilar sér vel til áhorfenda."
BESTA MYND SKAPANDI TÆKNI
Kári Jónasson, Skapandi Tækni - "Gestur"
"Fimlega unnið með formið og af festu. Sparlega farið með hljóðmynd til að ná sem mestum áhrifum þegar hún er notuð. Afgerandi útlit. Hrá, einföld og áhrifarík."
BESTA MYND LEIKLISTAR
Hera Rún Ragnarsdóttir, Leiklist - "Fylgstu með mér"
"Hera hefur góða og skýra nærveru á skjánum sem hleypir áhorfandanum að persónunni og með henni í þær aðstæður sem hún er í hverju sinni."
Guðmundur Ísak Jónsson, Handrit og Leikstjórn - "Edis Driew"
Hjördís Ósk Kristjánsdóttir, Skapandi Tækni - "Góður dagur"
Sigríður Erla Hákonardóttir, Skapandi Tækni - "Dandý"
Anastasija Timinska, Leiklist - "Natasha er með þetta"
Birgir Jarl Rúnarsson, Leiklist - "112"
Ebba Dís Arnarsdóttir, Leiklist - "Sveiflur"
Snorri Geir Hafþórsson, Leiklist - "Enginn fer brotinn inn í Ljósið"
Thomas Jhordano Araujo, Leiklist - "Tían"