Útskrift Vetur 2022 - Kamilla Rós Bjarnadóttir, Leiklist
Kamilla Rós Bjarnadóttir útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Embla”
Ung stelpa leitar að svörum um fortíð sína eftir að óvæntur gestur kemur í heimsókn
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Það fyrsta ég man eftir er þegar ég var lítil, horfði ég mjög mikið á “Regínu”, fannst hún mjög skemmtileg.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það er svo margt sem heillar mig við kvikmyndagerð. Svo rosalega fjölbreytt starfsgrein og enginn dagur eins. Það er svo skemmtilegt að vera á setti og vinna með metnaðarfullu fólki og skapa verk sem maður er stoltur af.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og kvikmyndagerð. Ég valdi leiklistarbraut til að læra grunninn í leiklist og koma mér út fyrir þægindarammann.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Námið hefur verið mjög skemmtilegt og reynslumikið. Er svo þakklát fyrir að hafa kynnst mikið af hæfileikaríku og skemmtilegu fólki, og eignast mjög góða vini. Það sem hefur komið mér á óvart er hvað ég hef lært mikið í öðrum deildum líka utan leiklistar eins og að framleiða, klippa, skrifa handrit og fleira.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Vonandi fær maður að vinna við eitthvað tengt kvikmyndagerð hvort sem það er leiklist, framleiðsla, smink eða annað. Draumur að vinna við það sem maður hefur ástríðu fyrir.