Útskrift Vetur 2022 - Sonja Sævarsdóttir, Leikstjórn og Framleiðsla

Sonja Sævarsdóttir útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu með mynd sína “Barnapían”

Ungt par lendir í því að barninu þeirra er rænt úr vagninum sínum og þau gera hvað sem er til þess að fá hann aftur

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmynda upplifun mín sem ég man eftir var þegar ég horfði á Harry Potter í fyrsta sinn og Voldemort var í henni, ég held að ég hafi ekki þorað að sofa í rúminu mínu í svona ár eftir það

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig er hvað þetta er skapandi grein, það er hægt að leika sér, prófa sig áfram og alltaf er maður að læra einhvað nýtt og kynnast nýju fólki. Það er svo ótrúlega margt sem er hægt að gera

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég valdi Leikstjórn og Framleiðslu vegna þess að mér fannst gaman að leikstýra. Ég hafði gert margar stuttmyndir þegar ég var yngri og alltaf verið fyrir aftan kameruna að leikstýra vinum og vinkonum, þannig að ég ákvað að sækja um Leikstjórn og Framleiðslu, en framleiðslan hefur komið mikið á óvart og ótrúlega margt áhugavert og skemmtilegt sem ég hef lært þessa skólagöngu. Ég er ekki frá því að framleiðslan sé meira fyrir mig

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér á óvart hversu ótrúlega mikið af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki ég hef kynnst og ég hef kynnst svo ótrúlega góðum vinum, og margir hverjir sem eiga eftir að gera sjúklega flotta hluti í framtíðinni