Útskrift Vor 2022 - Agla Þóra Þórarinsdóttir, Leiklist

Agla Þóra mun útskrifast frá Leiklist þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Hvíta teppið”

Bríet er að upplifa atburði sem hafa gerst í alvörunni, eða eru að gerast, í hausnum á sér

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Disney myndir og “Stikkfrí” sem voru á VHS spólum hjá ömmu minni. Ég horfði mest á “Litlu hafmeyjuna” og “Fantasíu”. Annars í fyrsta skipti sem ég fór í bíó var það á “Horton hears a Who”, hún var fyndin

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Allt held ég, sem hljômar mjög klisjulega auðvitað. En leiklistin er uppáhalds og tónlistin

Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Þú veist þegar maður er lítil og fullorðið fólk spyr “Hvað viltu verða þegar þú ert stór?” og allir segja “rokkstjarna, leikari, poppstjarna”. Já, ég bara breytti aldrei um skoðun. Það er ekkert annað sem ég vil vera, ekkert plan B. Nema kannski leikstjóri en það nær ekki með tærnar þangað sem leiklistinn hefur hælana

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Já, líkamlegi parturinn af því. Vissi að þetta væri eitthvað líkamlegt en ekki svona mikið

Hvernig lítur svo framtíðin út?

100% slökun hahaha ! En annars er það bara harkan. Er að skrifa stuttmynd. Svo kannski skoðar maður kannski meira leiklistarnám úti í heimi. Fullt af plönum, það er bara að framkvæma þau