Útskrift Vor 2022 - Ása Karen Kristinsdóttir, Skapandi Tækni
Ása Karen mun útskrifast þann 4.júní næstkomandi frá Skapandi Tækni með mynd sína "Hjartastrengir"
Tónlistarkona missir heyrnina og enduruppgötvar ástríðu sína fyrir tónlist þegar hún byrjar að upplifa hljóð sem liti og ljósadýrð
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Ég man ekki eftir neinni ákveðinni mynd, en ég fór mikið í bíó þegar ég var lítil af því pabbi minn vann hjá Senu. Ég sá allar helstu teiknimyndirnar þar og átti svo fjall af spólum heima sem voru oftar en ekki í tækinu
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Allir möguleikarnir. Hvernig mismunandi myndir hafa ákveðin áhrif á fólk, hvort sem það er að fræða það eða gefa þeim pásu frá raunveruleikanum
Hvers vegna valdir þú Skapandi Tækni?
Ég hef lengi haft gaman að því að klippa en ætlaði mér alltaf að verða bókasafnsfræðingur. Það var ekki fyrr en ég tók kvikmyndaáfanga í Kvennó þar sem ég ákvað að koma hingað og verða klippari
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér á óvart hvað það fer mikil vinna í að gera eina mynd
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Hún verður algjört æði