Útskrift Vor 2022 - Bergþór Kristinn Jónsson, Handrit og Leikstjórn
Bergþór Kristinn mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Sjúkur”
Myndin fjallar um feiminn ungan mann sem er að leita sér hjálpar vegna félagskvíða. Líf hans breytist skyndilega þegar hann lendir óvænt í því að bjarga mannslífi. Hann heldur áfram að koma öðrum til hjálpar, sem endar alls ekki eins og hann var að búast við
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Ég held að fyrsta alvöru bíó upplifunin mín hafi verið þegar ég fór á Mr.Bean's’ Holiday. Hann veit nákvæmlega hvernig átti að láta mann hlæja
Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Ég man ekki af hverju ég valdi deildina mína en ég sé ekki eftir því, bekkurinn minn var kúl