Útskrift Vor 2022 - Bjarki Steinn Pétursson, Handrit og Leikstjórn
Bjarki Steinn mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Kafteinninn”
Ungur og hrokafullur leikstjóri ætlar að breyta kvikmyndasögunni með gerð fyrstu íslensku stórmyndarinnar. Hnútur kemur á áformin þegar hann kemur sér í átök við eldri og reyndari ljósamanninn
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Spider-Man eftir Sam Raimi kom út þegar ég var þriggja ára og heltók mig algjörlega. Þegar ég var ekki að horfa á hana þá var ég skríðandi á gólfinu í Spider-Man búningnum mínum að þykjast klifra upp veggi. Spider-Man er myndin sem lét mig langa að segja sögur
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Kvikmyndir eru ekki bara ein listgrein. Þær eru samansafn af þeim öllum. Í kvikmyndum koma saman skapandi skrif, leiklist, myndlist, tónlist og margar aðrar listgreinar til að segja eina sögu. Kvikmyndir eru líka samvinnulist þar sem tugir lista- og tæknimanna leggja sitt að marki til að gera hugmynd að veruleika
Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Ég hef verið að skrifa sögur síðan ég lærði að lesa og mig hefur langað að vera leikstjóri síðan áður en ég vissi hvað leikstjóri var. Þegar ég heyrði fyrst um leikstjóra og hvað þeir gera þá kviknaði pera í hausnum á mér því þessi starfslýsing passaði nákvæmlega við það sem ég vildi vera frá því að ég var barn. Svo fyrir pjakkinn sem vildi skrifa sínar eigin sögur og koma sýn sinni á tjaldið var valið nokkuð augljóst
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Að kulnun er lúmskur andskoti. Passið ykkur, krakkar
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Ég er alltaf með nokkrar hugmyndir á floti. Ég ætla mér að pitcha sjónvarpsþáttaröð sem fyrst. Auk þess er ég að þróa nokkur kvikmyndahandrit. Í millitíðinni er ég að vinna á settum