Útskrift Vor 2022 - Bragi Örn Ingólfsson, Leiklist

Bragi Örn Ingólfsson mun útskrifast frá Leiklist þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Hrafninn”

Myndinn fjallar um strák sem þarf að kljást við sinn innri djöfull, en ákveður frekar að forðast hann með því að spila LARP (Live Action Role Play). En hvað gerist þegar innri djöfullinn finnur hann þar? Getur hann mætt honum?

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Ég man eftir að hafa horft á “Star Wars - New Hope” á spólu þegar ég var 4 ára. Það var mynd sem ég horfði á aftur og aftur

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Sögurnar sem verða skapaðar. Þær geta fengið mann til að hlæja og gráta, en einnig kennt manni ýmsa hluti

Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Mig langaði að læra meira um kvikmyndaleik og vonandi í framtíðinni fá að leika í Hollywood eða eitthvað slíkt

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér á óvart hversu mikið ég lærði, ekki bara í tímum heldur við það að vinna með öðru fólki

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Hún er björt, maður getur aldrei sagt hvað gerist næst en ég fæ á tilfinninguna að hún verði björt