Útskrift Vor 2022 - Davíð Orri Arnarsson, Leikstjórn og Framleiðsla

Davíð Orri mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Myrkur”

Myrkur er stuttmynd sem gerist í skáldskapar heimi SCP

Í þessari tilteknu sögu fylgjumst við með 2 rekstraraðilum hernaðardeildar samtakanna þegar þeir reyna að tryggja og hemja frávik sem uppgötvast hefur í gömlu yfirgefnu SCP-varðstöðinni sem er staðsett í litlum bæ sem heitir Akranes á Íslandi

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Að horfa á fyrstu Harry Potter myndirnar á spólu sem barn aftur og aftur, það var fátt skemmtilegara en að sitja fyrir framan spólutækið og bíða á meðan maður spólaði myndina til baka

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Öll vinnan á bakvið það, flestir halda að það er bara tekið eitthvað upp sem er svo hent saman en pæla ekki í þessum hundruðum klukkustunda sem fara í hverja mynd

Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?

Ég ætlaði alltaf að fara á Skapandi Tækni þar sem að ég hef mikinn áhuga á tækni og allt í kringum það, en eftir að ég fór sjálfur að vinna í “bransanum” fór áhuginn minn kvikmyndalega séð fljótt yfir í Leikstjórn og Framleiðslu

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Nei, eiginlega ekki

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Að sjálfsögðu að fara að vinna og búa til bíó, mig langar helst að komast inn í framleiðslu og svo koma mér á framfæri sem leikstjóra