Útskrift Vor 2022 - Drómi Ómar Hauksson, Leikstjórn og Framleiðsla
Drómi Ómar mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 4.júní næstkomandi með mynd sína "Mitt litla skjól"
Myndin gerist á smárri bæjarhátíð Grundarfjarðar þegar Logi, einhverfur strákur með lítið sjálfsmat, býður nýaðfluttri stelpu á tónleika sem eru samdægurs. Í gegnum myndina er hann að ákveða hvort sé betra að vera hann sjálfur eða leika það sem samfélagið vil að hann sé.
"Sem einhverfur leikstjóri er myndin mín tileiknun mín til fræðslu um einhverfu. Boðskapur hennar snýst um að einhverfa sést ekki og er alls ekki til þess að skammast sín fyrir" -Drómi Ómar
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Hvort það hafi verið The Lion King eða Wall-E sem krakki. Þessar myndir hreyfðu mikið við mér og er nokkuð viss ég horfði örugglega hundrað sinnum á þær á mánuði í VHS tækinu okkar.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Mér finnst tækifærið að geta sagt sögu sem maður brennur fyrir að segja sem gæti hreyft við fólki, jafnvel breytt lífum. Finnst það magnað. Að fá að vinna við það með jafn hæfileikaríku fólki með sömu ástríðu er ekkert annað nema ást og tilhlökkun að fara koma verkefnum af stað.
Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?
Ég er mikill do-er og vil koma hlutum af stað. Ég hef alltaf verið sögumaður að hjarta síðan ég man eftir mér. Kom því fyrir í allskonar formum hvort það voru myndbönd, tölvuleikjagerð eða tónlist. Ég byrjaði samt að finna mig í handrita / sögugerð á seinni önnunum. Ég sé mig alltaf frekar sem leikstjóra. En trúi því að ég muni vilja framleiða á skapandi hátt verkefni sem að aðrir leikstjórar kæmu betur á framfæri.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Hvað það er mikilvægt að gera verkefni sem eru raunveruleg sjálfum sér. Vera hreinskilinn og segja sögur sem eru manni berskjaldaðar. Maður getur ekki sagt sögur annara jafn vel og þeir sem upplifðu þær. Það er mottó sem ég ætla reyna halda áfram út í lífið með.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Mig langar að taka þessa stuttmynd eins langt og mögulegt er. Á hátíðir og svo framvegis - ég vil halda áfram að skrifa verkefni og koma þeim á framfæri. Stefnan er Sjónvarps / Drama bransinn. Ég á einnig rödd í tölvuleikjagerð sem kvikmyndagerðin getur blandast inn í, í nýjar og öflugar leiðir til að segja sögur og skapa fleiri tækifæri.