Útskrift Vor 2022 - Gunnar Bjarki Baldvinsson, Leiklist
Gunnar Bjarki mun útskrifast frá Leiklist þann 4.júní næstkomandi með mynd sína "Heilsulind 5"
Bergur lifir í heimi þar sem heilsufarskrísa hefur gengið yfir
Ríkisstjórnin hefur tekið á það ráð að allir íbúar eigi að hreyfa sig og halda sér í formi, yfirvald ríkisstjórnarinnar verðlaunar þá sem standa sig vel. Bergur er staðráðin í því að standa sig vel fyrir yfirvaldið. Bergur á einnig í harðri samkeppni við bróður sinn um hver verður verðlaunaður fyrst
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta upplifun sem ég man eftir er þegar ég var lítill að horfa á Star Wars myndirnar. Þá aðallega “Empire Strikes Back” (1980). Ég man ekki nákvæmlega hvað ég var gamall, en ekki mikið eldri en 5-6 ára
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er það að maður getur horfið inn í aðra heima. Þá sérstaklega út frá leiklistinni. Að túlka persónu í kvikmynd opnar fyrir mér hugann, það lætur mig hugsa um hvernig ákveðið fólk myndi bregðast við í einhverjum ákveðnum aðstæðum
Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Ég valdi Leiklist í fyrsta lagi vegna þess að draumur minn um að verða leikari hefur verið til staðar lengi í mínu lífi, bæði meðvitað og ómeðvitað. Ég ákvað loksins að taka skrefið og sækja um leiklistarnámið í Kvikmyndaskólanum, og ég sé ekki eftir því !
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það sem kom mér á óvart í náminu er að mig grunaði ekki að það væru til svona margar leiðir til þess að koma sér í karakter, ég vissi ekki að það væru til svona margar aðferðir til þess að túlka karakter
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Stefnan er að koma mér strax á framfæri með því að láta heyra vel í mér. Mæta í prufur, skrifa og framleiða mínar eigin myndir. Mig langar einnig til þess að prófa mig áfram í kvikmyndaleikstjórn