Útskrift Vor 2022 - Gunnar Freyr Ragnarsson frá Skapandi Tækni
Gunnar Freyr mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Eitt skref í einu”
Myndin er um veikindi ungrar konu, sem greindist með krabbamein 2010 og aftur 2015. Hún hefur frá þeim tíma verið með áskoranir á sig og aðra. Auk þess hefur henni með framlagi margra tekist að safna umtalsverðum fjármunum til þess að byggja upp betri þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein.