Útskrift Vor 2022 - Ívar Styrmisson, Skapandi Tækni

Ívar mun útskrifast þann 4.júní næstkomandi frá Skapandi Tækni með mynd sína "Afturför"

Myndin fjallar um Ísak, ungan og óþekktan rithöfund, sem heimsækir föður sinn, frægan rithöfund, til að færa honum afrit af nýrri skáldsögu sinni. En samveran og samtöl þeirra færa Ísak fjær ætlun sinni, og ýfa þess í stað upp gömul sár og óuppgerð vandamál

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmynda upplifun mín er líklega þegar ég horfði "Konungur Ljónana" á spólu með bróður mínum. Ég horfði á þá mynd endalaust

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig mest við kvikmyndagerð er að hún er sjónræn. Mér finnst skemmtilegt að upplifa sögu á myndrænan hátt. Auk þess er rosalega mikil vinna bakvið þetta listform sem þarfnast mikils undirbúnings og samvinnu sem heillar mig

Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?

Mér finnst tæknilega hliðin á kvikmyndagerð áhugaverð og krefjandi. Þetta er mjög stórt svið og margt til þess að velja úr fyrir framtíðarstörf

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Nei nei, ekkert sérstakt sko

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Bara vel. Ég er bjartsýnn og spenntur að fara að vinna