Útskrift Vor 2022 - Óli Hjörtur Ólafsson, Leikstjórn og Framleiðsla

Óli Hjörtur mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Hlemmur Mathöll”

Fylgst með lífi fólks innan sem og fyrir utan Hlemm Mathöll

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Þegar ég sá Disney teiknimyndina "The Jungle Book" í Sal 2 í Bíóhöllinni sem heitir núna Sambíóin Álfabakki. Man hvað mér fannst tjaldið vera svo rosalega stórt

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það er ekki eitthvað bara eitt. Það er teymisvinna sem ég elska og það klassíska; að segja sögu í myndrænu máli. Það er bara það basic

Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?

Framleiðsla snýst um að láta hlutina gerast og vera með frá byrjun verkefnisins til enda. Þetta er svona eins og hljómsveitarstjóri. Þú ert að stjórna öllu en þú þarft samt ekki að kunna á öll hljóðfærin. Það er eitthvað sem ég fíla 

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Nei, ekki neitt sérstakt en ég hafði nokkurn veginn misst "mojo-ið" mitt fyrir kvikmyndagerð en með því fara aftur í skólann ( gamall nemandi ), kom það til baka

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Bara þrusuvel. Ætla að klára á heimildarmynda verkefni sem ég er búinn að vinna að undanfarin ár og bara fara eins oft í bíó og ég mögulega get