Útskrift Vor 2022 - Rebekka Rut Svansdóttir, Handrit og Leikstjórn
“Areníusaga Þáttur III, heiglar og hetjur”

Liðhlaupi samaríska hersins er handsamaður af kaldlyndri konu sem ferðast með hann þvert yfir Areníu til þess að greiða úr sínum eigin vanhögum

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
“Emil í Kattholti” er náttúrulega algjör klassík. Fyrir utan þetta glæsilega spólusafn sem ég átti þá horfði ég aðallega á það sem mátti finna á flakkara foreldra minna. Þar á meðal “Sódóma Reykjavík”, “Dude where‘s my car” og “The Amityville Horror”
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Mér finnst það vera skemmtilegasta söguformið. Ef þú skrifar bók þá segirðu söguna í gegnum orð en í kvikmyndagerð þarf að segja hana í gegnum svo margt. Lýsingu, klippingu, myndmáli, útliti, upptökustíl, leikstjórn o.s.f.r.v. Möguleikarnir eru óteljandi
Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa. Mesta sköpunin fer fram á handritsstigi og í gegnum leikstjórnina
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Það er erfitt að segja. Svo margt getur breyst á einum degi. Ég gæti allt í einu ákveðið að fara í mjólkurfræði á næsta ári. Ég hef reynt að setja mér þá reglu upp á síðkastið að vera meira í núinu. Hætta að plana hverjum ég ætla að þakka þegar ég tek á móti sjöunda óskarnum og pæla meira í því hvað ég er að gera í mómentinu. En vonandi er framtíðin full af tækifærum, skemmtilegum uppákomum og fjöri