Útskrift Vor 2022 - Sigfús Snævar Jónsson, Leiklist
Sigfús Snævar mun útskrifast þann 4.júní næstkomandi frá Leiklist með mynd sína "Harðfiskur"
Í heimi þar sem lítið er eftir að fólki eftir náttúruhamfarir nýtir Högni sér gamlar íslenskar hefðir til að lifa af. Hann hefur náð að halda sér á lífi í alllangan tíma með þessum úrræðum. Það verður hins vegar breyting í lífi hans eftir að 12 ára stelpa stelur af honum fisk
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta kvikmynda upplifun sem ég man eftir er að horfa á "Harry Potter og viskusteinninn" í rúminu hjá ömmu og afa með öllum systkinum mínum. Ég man eftir að við fórum alltaf á vídeóleiguna á Siglufirði og fengum að leigja tvær spólur þegar við fórum í heimsókn til ömmu og afa. Það er bara einhvað sérstakt sem lætur mig muna eftir að horfa á Harry Potter í litlu túbusjónvarpi í horninu á herberginu
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð eru sögurnar. Ég elska að segja sögur og hlusta á sögur. Það er eitthvað svo æðislegt við það að geta séð sögurnar sem fólk er að búa til og fá að taka þátt í þeim er ennþá betra
Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Ég var ekki viss hvort ég vildi fara á Handrit og Leikstjórn eða Leiklist. Á endanum varð Leiklist fyrir valinu einfaldlega vegna þess að ég elska að leika. Það er svo gaman að fá að fara inn í mismunandi hlutverk og gera mismunandi hluti
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér á óvart hvað ég fékk að læra mikið af öllum deildum. Eftir námið er ég líka farinn að skilja smá hvað er í gangi á bak við myndavélina og það hjálpar mér sem leikara. Til dæmis að vita hversu víð linsan er til að vita hversu mikil hreyfing er í boði
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Ég vona að framtíðin gefi af sér fullt af fleiri spennandi og skemmtilegum verkefnum líkt og ég hef fengið að kynnast í skólanum