Útskrift Vor 2022 - Sindri Guðlaugsson, Handrit og Leikstjórn
Sindri mun útskrifast þann 4.júní næstkomandi frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína "Offur"
Faðir kemst að því að barátta sonar hans við fíkniefni sé ekki lokið, þrátt fyrir þrábeiðni hans, og skilja leiðir þeirra þar. Brátt munu leiðir þeirra hins vegar liggja aftur saman, en er það þá við afar óvenjulegar aðstæður
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Mín fyrsta kvikmyndaupplifun var þegar ég horfði á mína fyrstu Jackie Chan kvikmynd, þá kviknaði áhuginn
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er það að geta komið hugsunum mínum í sjónrænt form fyrir aðra til að njóta
Hvers vegna valdir þú Handrit og Leikstjórn?
Handrita- og leikstjórnardeildin varð fyrir valinu þar sem ég hef ávallt haft mikinn áhuga á að skrifa sögur og langaði mig að læra meira um það
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það sem kom mest á óvart í náminu var hversu gríðarlega erfitt það er að gera kvikmynd. Allt frá handritaskrifunum yfir í framleiðsluna
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er björt og hlakka ég til að takast á við það sem framundan er