Útskrift Vor 2022 - Valberg Halldórsson, Handrit og Leikstjórn

Valberg mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Tapað/Fundið”

Guðmundur er ástkær bóndi og faðir, en þegar hann drepur son sinn fyrir slysni þarf hann að ganga í gegnum sorgar skeið til að komast í sátt við slysið og fyrirgefa sér

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Þegar ég var 4 ára man ég eftir að hafa farið að sjá “Pirates of the Caribbean” og ég var mjög hræddur

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Ég elska hvernig kvikmyndir hrifsa mann inn í sögur og heima sem maður hefur aldrei kynnst áður og mér langar að gera einmitt það sama

Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?

Finnst gaman að skrifa og skálda og þó ég monti mig ekki þá er ég nokkuð góður í því líka

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég veit það ekki, ég er ekki með gleraugun mín