Útskrift Vor 2022 - Valerie Ósk Elenudóttir, Leiklist
Valerie Ósk mun útskrifast frá Leiklist þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Vera”

Myndin fjallar um unga konu sem missir móður sína skyndilega og nú á hún ekki annarra kosta völ en að horfast í augu við erfiðleikana í samskiptum við stjúpföður sinn

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Frá því ég var lítil elskaði ég að horfa á Jackie Chan kvikmyndir. Ég varð ástfangin af vinalegu og glaðlegu viðmóti hans. Þetta heldur áfram og núna þegar ég er fullorðin - ef ég er í vondu skapi þá set ég myndina hans á og mér líður strax betur !
Og svo í æsku minni með Jackie gerðist það - ég vildi verða hluti af kvikmyndaheiminum - að segja sögurnar og koma tilfinningum til fólksins
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Allt ! Frá fyrstu skrefum framleiðslu til klippingar og að lokum að horfa á myndina á hvíta tjaldinu! Ég elska leiklist en á tímanum í Kvikmyndaskóla Íslands fann ég ástríðu mína líka í leikstjórn og framleiðslu
Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Þegar ég var krakki dreymdi mig um að verða leikkona og leika í kvikmyndum. Ég hef alltaf horft á kvikmyndir frá barnæsku. Og ég man þegar móðir mín og systir sátu sitthvoru megin í herberginu á því augnabliki þegar ég var að horfa á myndina og ég var svo einbeitt að ég heyrði ekki einu sinni hvað þær voru að tala um og ég bað þær bara að lækka í sér. En þær héldu áfram að stríða mér, auðvitað á góðan hátt. Svo ég hækkaði bara hljóðið. Svona er það enn - þegar ég horfi á góða mynd er ég alveg á kafi í henni
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Ég elska hvernig ég opnaði mig og bætti mig í náminu í skólanum
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Jæja, nú er kominn tími til að “Get the ball rolling! “