Útskriftarbæklingur á haustönn kominn á vefinn
Útskriftarbæklings Kvikmyndaskóla Íslands á haustönn er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu af öllum þeim sem fylgjast með starfsemi hans.
Nú er hægt að nálgast hann stafrænt hér á heimasíðu skólans og stutt í að prentuð útgáfa verði einnig tilbúin.
Ritið gefur góða mynd af því efni sem nemendur skila af sér við útskrift auk annarra verkefna sem nemendur hafa skilað af sér á önninni. Þá skrifa deildarforsetar greinar til kynningar á deildum sínum en annars er sjón sögu ríkari.