Útskriftarmyndir Skapandi Tækni verða sýndar í kvöld

Sýndar verða útskriftarmyndir nemenda Skapandi Tækni í kvöld kl.18:00 í Laugarásbíó og eru allir velkomnir að koma og njóta með okkur

"Hjartastrengir" - Ása Karen Kristinsdóttir og Jónatan Leó Þráinsson

Tónlistarkona missir heyrnina og enduruppgötvar ástríðu sína fyrir tónlist þegar hún byrjar að upplifa hljóð sem liti og ljósadýrð

“Eitt skref í einu” - Gunnar Freyr Ragnarsson

Myndin er um veikindi ungrar konu, sem greindist með krabbamein 2010 og aftur 2015. Hún hefur frá þeim tíma verið með áskoranir á sig og aðra. Auk þess hefur henni með framlagi margra tekist að safna umtalsverðum fjármunum til þess að byggja upp betri þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein

"Afturför" - Ívar Styrmisson

Myndin fjallar um Ísak, ungan og óþekktan rithöfund, sem heimsækir föður sinn, frægan rithöfund, til að færa honum afrit af nýrri skáldsögu sinni. En samveran og samtöl þeirra færa Ísak fjær ætlun sinni, og ýfa þess í stað upp gömul sár og óuppgerð vandamál

“Clowning around” - Pétur Darri Pálmason

Einangraður miðaldra maður, Andri, býr í samfélagi er virðist vera fullkomið, þar sem það þykir jafn eðlilegt að bera málaða trúða grímur og að klæða sig í buxur. Tilfinningaskali fólks er svo daufur að ekkert virðist vera skemmtilegt né leiðinlegt. Andri kemst að því að hann hefur aðrar tilfinningar sem hann þekkir ekki, þegar hann ákveðurað losa sig við málninguna. En hvernig útskýrir maður tilfinningar sem maður hefur aldrei fundið, sérstaklega fyrir kærasta sínum sem trúir sér ekki og hvað þá öllu samfélaginu. Útkoman endar í rifrildum, lögreglu, afneitun samfélagsins og afskornu andliti

“Prinsipesa” - Stefán Arnar Alexandersson

Júlíu er boðið óvænt í matarboð til fjölskyldu sinnar sem hún er í litlu sambandi við. Faðir hennar er einn ríkasti maður landsins og hann tilkynnir börnunum sínum að hann sé dauðvona. 

Faðir þeirra hvetur þau til að syrgja ekki og í staðinn fara þau í páskaeggjaleit. Fljótlega fer börnunum að gruna að leikurinn snúist um eitthvað meira en páskaegg og ekki líður á löngu þar til börnin fara að sýna sín réttu andlit þegar þeim grunar að arfurinn sé í húfi

“Agnes” - Ýr Þrastardóttir

Agnes er ung kona sem fer í andlegt ferðalag til þess að komast í gegnum einangrun og ástmissir. Ferðalagið gerist í draumaheimi þar sem hún lendir í ýmsum áskorunum sem hún þarf að takast á við

HÉR er hægt að melda sig á viðburðinn