Yuchen Zeng - Leikstjórn og Framleiðsla

Yuchen mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 8.febrúar næstkomandi með mynd sína "This Terrific World"

This Terrific World

Þriðju heimsstyrjöldinni er lokið. Nik, hermaður sem á erfitt með að aðlagast samfélaginu á ný; Green, embættismaður sem neitar að yfirgefa húsið sitt af ótta; Jon, hollur maður sem á erfitt með að skilja sannleikann, og Helen, dularfull stúlka sem elskar að segja sögur, hittast í heimi þar sem þau keppa öll sín á milli í baráttu við að komast að því „Hvers konar heimur er þetta?”


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?

Það var kvöld í framhaldsskólanum mínum þar sem ég horfði á „The Rocky Horror Show“ sem sýndi mér að kvikmyndir gætu tekið upp hvað sem er á hvaða hátt sem er.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Ég get unnið með hópi fólks sem ég treysti og í gegnum hugmyndaflugið byggt upp heim sem fer eftir því hvernig hann ætti að vera.


Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?

Ég vil verða leikstjóri ef hægt er.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Ég kynntist stórkostlegu fólki.


Og hvernig lítur svo framtíðin út? 

Hún lítur út eins og halastjarnan Happer, ekki Hubble geimsjónaukinn.