Yulia Malkova - Handrit og Leikstjórn
Yulia mun útskrifast frá Handritum og Leikstjórn þann 8.febrúar næstkomandi með mynd sína "Anniversary"

Anniversary
Greg, maður sem er fullur afbrýðisemi, grunar Mary eiginkonu sína um framhjáhald og byrjar með mikilli þráhyggju að njósna um hana úr bíl sínum með sjónauka. Upphaflega virðist ofsóknarbrjálæði reka hann áfram, en eins og margir afbrýðisamir elskendur er Greg dulinn gluggagægir sem nýtur þess í leyni að horfa á Mary og bíður eftir að hún svíki hann. Þráhyggja hans dýpkar og fær hann til að setja upp atburðarás með því að bjóða vini sínum Nick að heimsækja Mary í von um að góma hana í svikum. Þegar hegðun Nick tekur óvænta stefnu, fer leikur Greg úr böndunum og hann neyðist til að takast á við niðurlægjandi afleiðingar af hans eigin eyðileggjandi þráhyggju.

Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir sem hafði áhrif á þig?
Það er erfitt að segja. Ég ólst upp í Rússlandi eftir Sovétríkin, þar sem við horfðum samtímis á kvikmyndir Tarkovskys, hasarmyndir frá Hollywood, sovéskar teiknimyndir og barnamyndir. Ég man eftir að hafa verið mjög hrædd sem barn við meistaraverk Norsteins „Hedgehog in the Fog“, tilrauna teiknimynd sem er lofuð sem alþjóðleg klassík en greinilega ekki gerð fyrir börn, og heimspekilega dæmisögu Alexander Mitta, „The Tale of Wandering“, sem er dökk gotnesk frásögn um að missa sál sína, dulbúin sem barnaævintýri. En ég varð ástfanginn af bíó eftir að hafa horft á “Lost Highway” og “Twin Peaks”. Í Rússlandi er algjör kúltúr í kringum David Lynch, kvikmyndir hans eru enn reglulega sýndar í kvikmyndahúsum. Það er ótrúlega sorglegt að hann hafi látist.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Ég hef alltaf elskað að búa til sögur og persónur, og kvikmyndir eru frábær leið til að segja sögur, sérstaklega þar sem ekki margir lesa bækur þessa dagana. Auk þess er vert að minnast á það að kvikmyndagerð er krefjandi ferli. Að búa til góða kvikmynd krefst samvinnu við marga (og ég er sannlega úthverfur persónuleiki) ásamt því um leið að koma með nýja tækni og skapandi lausnir. Í stuttu máli er þetta spennandi ferðalag sjálfsþróunar þar sem alltaf er pláss til vaxa.
Hvers vegna valdir þú Handrit og Leikstjórn?
Fyrsta háskólagráða mín er í blaðamennsku. Ég hef gert nokkrar heimildarmyndir og unnið mikið í tímaritum og netmiðlum, svo að velja að einbeita sér að handritsgerð og leikstjórn var algjörlega rökrétt skref.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart meðan á náminu stóð?
Vilji nemenda til að hjálpa hvor öðrum var sannarlega áhrifamikill.
Og hvernig lítur framtíðin út?
Þegar kemur að framtíð kvikmyndaiðnaðarins, samþætting gervigreindar (sem allir virðast óttast) mun án efa hafa breytingar í för með sér. Það gæti mjög vel dregið úr framleiðslukostnaði og opnað möguleika fyrir óháða kvikmyndagerðarmenn. Hvað framtíðina almennt varðar, þá hætti ég að spá í það eftir 2020 — óska bara öllum góðs gengis!