Starfsfólk


Þór Pálsson
RektorÞór hefur verið framkvæmdastjóri Rafmenntar frá árinu 2018. Þór hefur starfað innan menntakefisins frá árinu 1993 fyrst sem kennari í málmiðngreinum. Hann hefur starfaði sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, og þar áður sem áfangastjóri Iðnskólans í Hafnafirði í tólf ár. Hann er með meistarapróf í kennslufræði með áherslu á stjórnun (MEd). Auk þess er hann með sveinspróf í vélvirkjun, C réttindi í vélstjórn og iðnmeistari í rennismíði.
Hann hefur setið í stjórn Verkiðnar og verið í framkvæmdastjórn Íslandmóts iðn- og verkgreina, setið í starfsgreinaráði og verið frumkvöðull í þróun iðnmenntunar undanfarin ár.

Jonathan Devaney
Yfirkennari og fagstjóriJonathan Devaney yfirkennari og fagstjóri Deild 3 Skapandi tækni
Jonathan byrjaði feril sinn í leikhúsi og myndlist og nam fyrst leikstjórn áður en hann ákvað að sérhæfa sig í kvikmyndatöku. Þessi fjölbreytti bakgrunnur í námi veitti honum sterka tilfinningu fyrir myndrænni frásögn. Menntun Jonathan spannar kvikmyndafræði, skapandi vinnubrögð við kvikmyndaframleiðslu, kvikmyndatöku og listkennslu. Á ferli sínum hefur Jonathan starfað sem sérfræðingur í lýsingu og við stjórn kvikmyndatöku við fjölmörg stór kvikmyndaverkefni, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hann er viðurkenndur sérfræðingur í lýsingarhönnun, sjónrænni uppbyggingu og sögugerð í kvikmyndum með mikla þekkingu á bæði skapandi og tæknilegum þáttum kvikmyndaframleiðslu. Hann leggur áherslu á sterkan fræðilegan skilning, örugga færni í notkun tækja og tækni og góð, öguð vinnubrögð á tökustað. Jonathan hefur starfað sem fyrirlesari, ráðgjafi og kennari í kvikmyndatækni í meira en áratug og gegnt lykilhlutverki í þróun námsins. Í kennslu leggur hann ríka áherslu á að efla sköpunargáfu og tæknilega færni upprennandi kvikmyndagerðarfólks og búa það undir þátttöku í kvikmyndaiðnaði.

Gunnar Björn Guðmundsson
FagstjóriGunnar Björn Guðmundsson annar af tveimsur fagstjórum Deild 1 Leikstjórn og framleiðslu og Deild 3 - handrit og leikstjórn
Gunnar Björn lauk námi í kvikmyndagerð frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 1992 og hefur síðan þá starfað sem leikstjóri og handritshöfundur í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Hann lagði stund á nám við Listaháskóla Íslands árið 2005 í faginu Fræði og framkvæmd (sviðslistabraut).
Hann hefur leikstýrt fjórum kvikmyndum í fullri lengd: Konunglegt bros (2004), Astrópía (2007), Gauragangur (2010) og Amma Hófí (2019), auk fjölda stuttmynda, þar á meðal Karamellumyndinni sem hlaut Edduverðlaun 2003. Í sjónvarpi skrifaði og leikstýrði hann áramótaskaupum RÚV fjögur ár í röð (2009–2012) og vann að þáttum fyrir Ævar vísindamann, Latabæ og Björgunarbátuinn Elías. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Þeir Tveir og hefur skrifað og leikstýrt yfir 400 auglýsingum.
Í leikhúsi hefur Gunnar leikstýrt yfir fjörutíu sýningum um allt land, bæði fyrir atvinnu-
og áhugaleikhús. Hann var einn af stofnendum Gaflaraleikhússins og kom að rekstri þess fyrstu árin.
Gunnar hefur kennt kvikmyndagerð og leiklist við Kvikmyndaskóla Íslands frá 2014 og gegndi stöðu fagstjóra námslínunnar Kvikmyndahandrit í fullri lengd 2016–2020. Hann hefur einnig kennt í framhaldsskólum og haldið fjölda námskeiða víða um land.

Þorsteinn Bachmann
FagstjóriÞorsteinn Bachmann er fagstjóri Deild 4 Leiklist fyrir kvikmyndir.
Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína.
Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Hann fékk diplólma frá Kvikmyndaskóla Íslands 1992 og hefur síðan sótt fjölda námskeiða í list sinni hérlendis auk þess að afla sér framhaldsmenntunar í kennslu og listsköpun hjá Míchael Chekhov Association í Bandaríkjunum frá árinu 2018. Hann er virkur meðlimur í samtökum Chekhov kennara á heimsvísu og hefur kennt í öllum helstu listaskólum á Íslandi auk þess að halda sjálfstæð námskeið og veita einkaþjálfun fyrir leikara. Þorsteinn hefur kennt með hléum við Kvikmyndaskóla Íslands frá árinu 2009.