Fréttir Í fréttum var það helst

Akademíufundur Kvikmyndaskóla Íslands
Formlegur akademíufundur var haldinn í fyrsta sinn þann 6. maí 2021 í fundarsal Kvikmyndaskóla Íslands. Böðvar Bjarki Pétursson, formaður stjórnar skólans og formaður verkefnisstjórnar háskólayfirfærslu, flutti inngang og stýrði fundinum.

Jafnvægi að komast á skólastarf eftir óvenjulegt ár
Takmarkanir síðastliðins árs eru að rýmka með bólusetningu þjóðarinnar og sjáum við fyrir endann á þeim, sem er að sjálfsögðu gleðiefni mikið. Þetta hefur víðtæk áhrif á skólastarfið og svigrúm til að upplifa og njóta eins og áður.

Nýtt háskólatímarit gefið út, fréttir af viðurkenningarferli
Kvikmyndaskóli Íslands lagði inn umsókn sína um yfirfærslu starfseminnar á háskólastig í janúar 2020. Skólinn undirbjó sig síðan fyrir að hefja formlega háskólastarfsemi í janúar 2021, þ.e. sem háskóli í viðurkenningarferli.

Listin að leika með Þorsteini Bachmann
Þorsteinn Bachmann er ekki bara einstaklega fjölhæfur leikari sem tekist hefur á við hin ýmsu hlutverk, bæði mennsk og af dýraríkinu, heldur einnig mikilsmetinn kennari til fjölda ára sem leitt hefur næstu kynslóð leikara í átt að sínum draumum.

Skipulögð verkferli í átt að háskóla yfirfærslu
Það er unnið eftir stífri áætlun í Kvikmyndaskóla Íslands í ferlinu að færa starfsemi skólans yfir á háskólastig. Í gær var haldinn svokallaður nafnbótafundur, en á hann mættu þeir starfsmenn skólans sem sótt hafa um fyrstu fjórar nafnbótastöðurnar, þ.e. um stöður lektors, dósents eða prófessors við skólann.

Framlag Íslands til Eurovision 2021
Framlag Íslands til Eurovision hefur verið opinberað og meðal þess merka fólks sem kom að gerð myndbands Daða Freys og Gagnamagnsins, eru þó nokkrir nemendur Kvikmyndaskólans

Nýráðningar hjá Kvikmyndaskólanum
Ráðið hefur verið í tvær nýjar stöður hjá Kvikmyndaskólanum. Hlín Jóhannesdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri þar sem meginhlutverkið verður starfsmanna- og fjármálastjórn. Þá hefur Anna Þórhallsdóttir verið ráðin til að stýra formennsku í gæðaráði skólans.

Eddan 2021, tilnefningar
Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2021 hafa verið gerðar opinberar og þar á meðal eru margir nemendur okkar.

Vefsíða Kvikmyndaskóla Íslands tilnefnd til verðlauna
Árlega fagnar vefiðnaðurinn á Íslandi vel unnum störfum á síðasta ári og verðlaunar þá sem þykja hafa skarað fram úr í þeim málaflokki.